138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:53]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ekkert einkennilegt að hv. þingmenn skuli spyrja um hvenær þingfundi ljúki. Ég fékk samantekt yfir það hvernig fundað hefur verið hér síðasta hálfa mánuðinn: Mánudaginn 16. nóvember stóð þingfundur til 23.07. Þriðjudaginn 17. nóvember til 20 mínútur yfir 10. Miðvikudaginn 18. nóvember til 19.00. Fimmtudaginn 19. nóvember til 23.30. Þriðjudaginn 24. nóvember til miðnættis. Miðvikudaginn 25. nóvember til klukkan að verða átta. Fimmtudaginn 26. nóvember til klukkan korter yfir eitt um nóttina. Föstudaginn 27. nóvember til rúmlega átta. Og núna sl. laugardagskvöld til klukkan að verða 10.

Virðulegi forseti, það er ekkert skrýtið þótt gerðar séu athugasemdir við fundarstjórn forseta og þann fundartíma sem er í þinginu. Og þegar hv. fjármálaráðherra sagði að hann treysti sér ekki til þess (Forseti hringir.) að fara með þessa áhöfn á sjó eða (Forseti hringir.) í sauðburð, vil ég bara segja við hæstv. (Forseti hringir.) fjármálaráðherra: Það er ekki hans áhöfn sem hefur staðið (Forseti hringir.) þessa vakt heldur er það áhöfn (Forseti hringir.) stjórnarandstöðunnar. (VigH: Heyr, heyr.)