138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:59]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í þessu máli má segja að meiri hlutinn hafi valtað yfir minni hlutann á þingi hvað öll vinnubrögð varðar. Þrátt fyrir útrétta hönd minni hlutans og boð um aukið samstarf um að koma að lausnum þessa máls með hæstv. ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkunum, hefur ekki verið á það hlustað. Og það er engin tilviljun, virðulegi forseti, að minni hlutinn beitir sér nú í þessu máli með þeim hætti sem gert er. Þetta er grundvallarreglan í þingsköpum. Þetta er vopn minni hlutans til þess að meiri hluti á þingi geti ekki misbeitt valdi sínu, þess vegna hefur minni hlutinn þetta vopn. Meiri hlutinn verður í þessu tilfelli bara að gera sér grein fyrir því að við höfum hugsað okkur að halda áfram að vinna hér samkvæmt okkar rétti. Við höfum á sama tíma ítrekað lagt fram (Forseti hringir.) tilboð til meiri hlutans um að leita sátta (Forseti hringir.) í þessu máli. Málið (Forseti hringir.) er því alfarið í höndum (Forseti hringir.) ríkisstjórnarinnar og meiri hlutans hér á (Forseti hringir.) þingi. En við munum halda áfram (Forseti hringir.) að verja okkar rétt.