138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:24]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Mig langar að vekja athygli á því að fyrir ekki svo löngu voru samþykktar hér á Alþingi breytingar á þingskapalögum. Ég var í sjálfu sér ósáttur við margar þær breytingar vegna þess að mér fannst þær draga úr vægi Alþingis og hugsanlega minnka völd stjórnarandstöðunnar, en það var fullyrt á sínum tíma að svo yrði ekki.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún telji að þær breytingar sem voru gerðar á þingskapalögunum þá hafi verið nægilega góðar. Mig langar sérstaklega að spyrja út í orð Ragnars H. Halls í grein sem birtist í dag:

„Í seinni tíð virðast menn umgangast stjórnarskrána af meiri léttúð en lengst af áður og enginn stjórnarþingmaður, þ.e. meiri hlutans, virðist taka slíka ábendingu alvarlega.“

Er svo illa komið fyrir Alþingi Íslendinga (Forseti hringir.) að við erum hætt að virða stjórnarskrá lýðveldisins?