Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 14:53:52 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér eru að gerast undarlegir hlutir. Í pontunni stóð hæstv. fjármálaráðherra og talaði um að formenn flokkanna hefðu einhverjar upplýsingar sem aðrir þingmenn hefðu ekki. Þegar innt er eftir þeim hjá formanni eins stjórnarandstöðuflokkanna kemur í ljós að það er einfaldlega ekki rétt. Ég tel augljóst, frú forseti, að forseti verður að beita sér fyrir því að hæstv. fjármálaráðherra komi í pontu og útskýri fyrir okkur hvað hann átti við með þessum ummælum. Hvort hér sé um einhvern allsherjarmisskilning að ræða, hvort hæstv. ráðherra hafi einfaldlega mismælt sig eða hvort enn eigi okkur að gruna hér í þingsalnum að legið sé á gögnum og upplýsingum í þessu máli. Ætla menn ekki að læra neitt af reynslunni? Maður verður sorgmæddur við að heyra þessi orð og ég vona af öllu hjarta að hér sé um einhvern allsherjarmisskilning að ræða. Ég óska eftir því að hæstv. forseti beiti sér fyrir því að þetta verði upplýst. (Forseti hringir.) (ÁÞS: Þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að læra af reynslunni.)