Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 20:07:23 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil eins og aðrir þakka hv. þm. Björgvin G. Sigurðssyni fyrir orð hans. Ég get tekið undir þau orð hans að eftir því sem umræðan verður lengri og meiri þeim mun dýpri verður hún væntanlega, þ.e. af allir þeir sem nauðsynlega þyrftu að taka þátt í henni gera það. Ég auglýsi hér með eftir þingmönnum stjórnarflokkanna á mælendaskrá til þess að við getum átt þá djúpu og löngu umræðu sem nauðsynleg er í þessu máli. Þetta er það stórt mál að við verðum að gefa okkur tíma til að ræða það og ég tek undir það með hv. þingmanni að við þurfum að gefa okkur tíma í þetta.

Ég óska þess svo sannarlega að þingmaðurinn setji sig hér á mælendaskrá þannig að við getum átt orðastað við hann um þetta mál. Ég tel fulla ástæðu til að hann tali við okkur um þetta mál sem og mörg önnur. Ég skora líka á hv. þingmann að beita sér fyrir því að hans ágæti foringi, (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra, verði viðstödd eitthvað af þeirri umræðu sem fara mun fram í kvöld og nótt.