Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 20:15:09 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:15]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi. Ég vil taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa óskað eftir því að upplýst sé hvenær um það bil umræðum ljúki í kvöld, því að öll eigum við fjölskyldu sem bíður eftir því upplýsingum um það hvenær við komum heim og sinnum okkar skyldum þar. Ég kvarta ekki yfir því að vera hér, frú forseti, heldur óska ég eftir því að fá að vita hversu lengi ég verð hér þar sem 18 mánaða gömul dóttir mín horfir nú í skjáinn og veifar mér og skríkir þegar hún sér mig þar, enda hefur hún ekki séð mig lengi.

En ég vil líka hvetja hæstv. utanríkisráðherra sem talaði áðan í andsvari við mig og var að vísa í einhverja ónefnda þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem áttu að hafa hagað sér á ákveðinn hátt á ótilgreindum fundi úti í löndum, að koma í ræðu þótt hann segi að hann þurfi þess ekki til að koma þá hreint fram með það hvað hann á við með þessu máli, vegna þess að það er enginn bragur á því, frú forseti, að menn standi í ræðustól og beini gagnrýni að fjarstöddum hv. þingmönnum. Er ekki nær (Forseti hringir.) að koma í ræðustól og tala við fólk og upplýsa hvað átt er við?