Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 20:19:16 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:19]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það virðist gæta dálítils misskilnings hjá þeim stjórnarliðum sem hér hafa talað undir liðnum um fundarstjórn forseta og telja að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu að kveinka sér eitthvað yfir því að sitja hér lengi. (Utanrrh.: Mér heyrist það.) Það hefur alltaf verið svo — hér kallar fram í hæstv. utanríkisráðherra — að sósíalistar hafa verið harðir húsbændur og það þarf ekki að koma okkur á óvart að þeir ætli ekkert sérstaklega að líta til einhverra samþykkta um vinnulöggjöf og slíkt. Það sem hins vegar vantar er það sama og vantar í þjóðfélaginu öllu, það sem almenningur allur bíður eftir frá ríkisstjórninni, að óvissunni sé að einhverju leyti eytt, því að viðhaldið er í samfélaginu öllu endalausri óvissu af hálfu þessarar ríkisstjórnar og það birtist svo líka í þingsalnum. Þingmenn eru svo sannarlega tilbúnir að vinna myrkranna á milli og um nætur, en þeir eiga þá kröfu á þessa ríkisstjórn, eins og almenningur allur, að hún geri eitthvað (Forseti hringir.) til að eyða þessari endalausu óvissu.