Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 20:41:51 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og hlakka til að heyra afganginn af henni þar sem við stjórnarandstæðingar erum í þeirri stöðu að við þurfum í rauninni að reyna að átta okkur á því hvað stjórnarliðar eru að fara því að ekki taka þeir ekki þátt í umræðunni, eins og við þekkjum. Ég hlustaði af athygli á ræðu hæstv. fjármálaráðherra í dag sem hefur ekki mér vitanlega komið aftur í ræðustól. Þar fullyrti hann að þetta væru hagstæðustu kjör sem hægt væri að fá, svo maður taki nú bara röksemdir hæstv. ráðherra. Sömuleiðis að matsfyrirtækin biðu í ofvæni eftir því að gefa Íslendingum góða einkunn ef menn vildu bara vera svo vænir að ganga frá þessum Icesave-samningum. Hvað segir hv. ráðherra við þessum röksemdum hæstv. fjármálaráðherra?

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður á væntanlega við háttvirtan þingmann enn ekki háttvirtan ráðherra.)