Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 21:08:09 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:08]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég met mikils svar hæstv. forseta við spurningu minni áðan, en það var ekki alveg nógu nákvæmt. Það þyrfti eiginlega að vera þannig að virðulegi forseti segði okkur einhvers konar endimörk á þessu vegna þess að ég trúi því ekki að við ætlum að tala saman dagana hérna.

En ég get ráðlagt þingmönnum sem hafa ruglast í ávarpi á forseta að það getur verið ágætt að ákveða að segja virðulegur forseti eða hæstvirtur forseti, þá ruglast maður ekki á kynjum, það var bara ákvörðun sem ég tók á sínum tíma og hún hefur reynst mér alveg ágætlega.

En ég ætla að beina því til virðulegs forseta hvort hún gæti verið aðeins nákvæmari með tímasetninguna á hvenær fundi lýkur.