Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 22:26:07 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:26]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Þór Saari fyrir ágætissvar. Í síðustu viku setti hv. þingmaður fram upplýsingar sem settu þetta mál allt saman í samhengi. Í þeim upplýsingum var þingheimi og almenningi sýnt fram á það hvernig það þarf skatta 79 þúsund manns til að standa undir vaxtagreiðslum af þessu Icesave-óláni. Nú vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann hafi lagt mat á hversu langan tíma það tæki þá 79 þúsund sem standa undir þessum vöxtum að flytja úr landi og ef hann hefur ekki lagt mat á það eða látið leggja mat á það fyrir sig þá vil ég skora á þingmanninn (Forseti hringir.) að láta skoða (Forseti hringir.) hversu langan tíma það tekur.