Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 22:42:31 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við fyrstu sýn virkar þessi hugmynd hv. þm. Sigmundar Ernis Rúnarssonar, að við setjum fram eitthvert skipulag um hvernig við ætlum að tala og hversu lengi við ætlum að tala virkar, alls ekki illa. En til að svo megi verða yrðu þingflokkarnir, stjórnarandstöðuflokkarnir, einhvern veginn að særa það upp úr hverjum og einum hvað sá hinn sami ætli að tala lengi og hvenær hann ætli að tala. (PHB: Og engar nýjar hugsanir.) En ég verð að segja fyrir mig að ég mundi ekki treysta mér til að gefa þingflokksformanni mínum svar við því vegna þess að það koma sífellt fram nýjar upplýsingar sem er verið að ræða. Þetta mál er langt frá því útrætt og (Forseti hringir.) þess vegna er það óvinnandi vegur að fara að þeirri góðu uppástungu hv. þingmanns.