Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 22:43:55 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:43]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúinn til að koma upp undir þessum lið og ræða fundarstjórn forseta vegna þess að hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði nokkurn veginn orðrétt að ef skipulag liggur fyrir er hægt að skipuleggja stöðu Alþingis. Við höfum ekki verið hér til að kvarta og kveina. Við höfum talið að mjög mikilvægt sé að ræða þetta mál til að koma smáviti fyrir stjórnarmeirihlutann sem virðist því miður ekki hafa lagt sig fram um að setja sig inn í málið.

En vegna þess að hæstv. félagsmálaráðherra er staddur í salnum langar mig til að vekja athygli á orðum hans þar sem hann sagði í viðtali að hann teldi að aðhaldsstig ríkisstjórnarinnar, sem hann situr sjálfur í, einkennast af miklu alvöruleysi. Ég velti fyrir mér hvort það eigi einmitt við um þetta mikilvæga mál, alvöruleysi stjórnarmeirihlutans.