Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 23:50:32 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil ítreka það sem hefur komið fram: Tilboð stjórnarandstöðunnar um að dagskrá verði hliðrað til, þannig að önnur mikilvæg mál komist á dagskrá og til nefnda, stendur að sjálfsögðu enn. Ég spurðist einnig fyrir um það fyrr í kvöld hvort einhverjar forsendur væru til að breytingar yrðu gerðar í meðferð nefndar á því frumvarpi sem við fjöllum um, herra forseti. Jafnframt óskaði ég eftir að hæstv. forseti athugaði hvort fyrir lægi að nefndin hygðist vinna milli umræðna. Það er liðið á kvöldið og ég skil vel að erfitt sé að fá svör við því en ég vil koma þessu á framfæri við forseta.