Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 02. desember 2009, kl. 23:56:52 (0)


138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:56]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég styð þá tillögu hv. þm. Róberts Marshalls að smala öllum þingmönnum og ráðherrum í salinn. Það er örugglega ágætisbragur á því og alltaf á að taka vel í góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Ég var líka mjög ánægður með virðulegan forseta áðan. Hann var spurður og hann svaraði strax. Hann upplýsti að hann vissi hvað klukkan væri og upplýsti að hann vissi að mælendaskráin væri löng. Þá erum við komin að síðustu spurningunni, sem ég veit að virðulegur forseti hefur gleymt að svara, og það er það hvenær hann áætlar lok þessa fundar. Ég efast ekki um að virðulegur forseti mun bregðast jafnskjótt við og áðan og upplýsa okkur um það.