138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:00]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir margt af því sem komið hefur fram, það er kominn nýr dagur, klukkan er 1 mínútu yfir miðnætti og kominn tími til að gera hlé á þessum þingfundi. Það eru engin vinnubrögð að halda mönnum hér inn í nóttina og jafnvel undir morgun og ekki nema sjálfsögð krafa að leggja til að fundinum verði frestað.

Ég lýsi engu að síður ánægju minni með að við sjáum hér fjölda stjórnarliða og ég óska eftir samkomulagi við þá um að skjóta þeim inn á milli okkar á mælendaskránni þannig að við fáum að heyra rökstuðning þeirra fyrir þessu máli sem þeim þykir svo áhugavert. Ekki síst hv. þingkonu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, en hún hefur, sem kunnugt er, notað nýja aðferðafræði við fæðingarorlof þar sem foreldrar mega velja á milli þess að sleppa seinasta mánuðinum eða taka hann eftir þrjú ár og sagt að það sé dæmi um valfrelsi í fæðingarorlofi. Ég vildi gjarnan fá að sjá þessari aðferðafræði beitt (Forseti hringir.) á Icesave-málið.