138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:13]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hef unnið á mörgum stöðum. Ég hef aldrei fyrr unnið á stað þar sem er jafnmikið nöldrað yfir því að það þurfi að vinna vinnuna og klára hana. (Gripið fram í.) Og það er fólk í þessu þjóðfélagi sem vinnur á næturnar, á morgnana og á kvöldin og við getum bara gert það eins og annað fólk. (PHB: Allan sólarhringinn?) Við þurfum að klára þetta mál. (PHB: Unnið allan sólarhringinn?) Við getum þess vegna unnið allan sólarhringinn (Gripið fram í.) ef við þurfum að klára þetta mál og það er það sem þarf að gera, hæstv. forseti. (Gripið fram í.) Ég vona að menn sem koma hér (Gripið fram í.) og ræða um fundarstjórn forseta séu látnir ræða þá um hana en ekki málið sem er á dagskrá.