138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:10]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um í ræðu minni veit enginn enn þá hvað er rétt og rangt í þessu máli. Það veit enginn vegna þess að þetta mál er á uppgjörsstigi í svo mörgum þáttum, hvort sem er heima eða erlendis. Meðan enginn veit þessa hluti getum við ekki tekið ákvörðun sem er svo afdrifarík fyrir íslenska þjóð sem þetta frumvarp um Icesave-málið ber með sér, við getum ekki tekið hana. Og það er örugglega rétt sem margir af okkar reyndustu lögspekingum segja, að þetta standist ekki stjórnarskrá Íslands. Við verðum að horfast í augu við þetta og við verðum að þora að gera það. Það hefur hluti stjórnarsinna ekki gert. Þeir loka augunum og það er alveg með ólíkindum hvernig hvítu dúfurnar í Samfylkingunni hegða sér í þessu máli og láta í einu og öllu eins og ekkert sé, allt sé eðlilegt, allt guðsgjöf, allt til að þakka fyrir, hneigja sig fyrir, bugta og beygja til að komast inn í Evrópusambandið.