138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:14]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar að bera upp tvær spurningar við frú forseta. Það er varðandi tímalengd þessa fundar. Nú er það svo að einhverjir þingmenn sem eru hér í salnum og eru á mælendaskrá eiga að mæta á nefndarfundi kl. 8.30 í fyrramálið. Ég veit að þeir víla það ekki fyrir sér frekar en annað, enda vaskir menn og konur vitanlega, þegar ég tala um þingmenn tala ég um menn og konur. Mig langar að velta því upp við virðulegan forseta hvort gert sé ráð fyrir að þingfundur standi fram að nefndarfundum ef mælendaskrá styttist hægt, eða hvort einhverjar aðrar hugmyndir séu uppi varðandi fundartími. Ég vek athygli á því, frú forseti, að ekki hefur verið fundað með þingflokksformönnum um dagskrána í dag en veit að búið er að boða fund á morgun.