138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:20]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég beindi þeirri spurningu til hæstv. forseta hvort þetta væri það sem koma skyldi í störfum Alþingis. Ég tel að við sem hér sitjum eigum heimtingu á að fá að vita hvort til standi að túlka þingsköpin þannig að næturfundir séu frekar regla en undantekning vegna þess að sú breyting sem varð á þingsköpunum síðast gekk út á það að fækka næturfundum. Ég er til í að ræða þetta mál hvenær sem er og hvar sem er við stjórnarliða ef þeir treysta sér í þær umræður, jafnvel í sólarhring eins og hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir lagði til að yrði gert. En ég velti því fyrir mér hvort þær viðmiðanir sem gilda á almennum vinnumarkaði eigi að verða með þessum hætti í framtíðinni og hvort það (Forseti hringir.) sé nýja stefnan hjá ríkisstjórninni að breyta kjarasamningum í þessa veru.