138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:25]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þannig er mál með vexti að ég á eftir að nýta mér rétt minn til að halda hér ræðu a.m.k. 2–3 sinnum. Það eru málefni sem ég vil endilega að komi fram. En ég sé ekki alveg hvernig það á að koma heim og saman vegna þess að ef fundurinn fellur saman við fund sem á að byrja hérna í fyrramálið sé ég fram á að þurfa kannski að vaka í á þriðja sólarhring til að ná þessu. Í fullri sanngirni er varla hægt að ætlast til þess að þingmenn séu látnir vinna í 2–3 sólarhringa í beit, jafnvel þótt það henti stjórnarherrunum. (Forseti hringir.)