138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:29]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek svo sem undir það sem hér hefur komið fram, frú forseti, um upplýsingar til þingmanna en vil samt taka fram að það er mjög gott að þessi umræða eigi sér stað. Því meira sem við tölum um þetta mál og veltum því betur fyrir okkur, frú forseti, því fleiri sjónarhorn koma á það. Ég vil velta upp við hæstv. forseta að frú forseti skoði hvort rétt sé að boða til funda með formönnum þingflokka um leið og þessum fundi lýkur. Mér sýnist að það verði komið fram undir morgun og þá verður hægt að hafa samfellu hér í störfunum og við þingflokksformenn fundum um það leyti sem við mögulega gætum verið að fara heim eða á aðra fundi hér í húsinu. Gott væri að það lægi a.m.k. fyrir hvenær hæstv. forseti hyggst funda með (Forseti hringir.) þingflokksformönnum.