138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Nú keppast þingmenn við að skipuleggja vel vinnudaginn sinn og það liggur fyrir að næturfundur stendur yfir, að því er mér skilst, þangað til nýr dagur rís. Þá er klukkan 8.30 þegar menn mæta á nefndarfundi og þingfundur byrjar, að því er mér skilst, 10.30 í fyrramálið. Mér heyrðist, frú forseti, að uppi væri sú hugmynd að boða forsætisnefnd til fundar á morgun en ég sé að ég hef ekki fengið fundarboð á þá fundi, ég finn þess ekki stað á heimasíðu Alþingis og langaði allra náðarsamlegast að spyrja hvort búið væri að tímasetja þann fund. Gert er ráð fyrir fundi í iðnaðarnefnd í hádegishléi sé ég er, þar sem ég á sæti, þannig að maður verður að reyna að undirbúa sig undir alla þessa fundi morgundagsins. Það væri því ágætt, frú forseti, ef hægt væri að upplýsa um það á hvaða tíma fundur í forsætisnefnd verður.

Ég spurði jafnframt hæstv. forseta að því hvort ekki hefði verið áætlað að halda fund með formanni þingflokka í kvöld, (Forseti hringir.) hvort það hafi verið misskilningur hjá mér.