138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:46]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hyggst nú svara þeim spurningum sem beint hefur verið til hennar. Fyrr á þessum fundi lýsti forseti því yfir að hún hygðist freista þess að tæma mælendaskrána og ljúka umræðunni á þessum fundi. Forseti hefur ekki skipt um skoðun. Lengd þingfundar er komin undir þingmönnum sjálfum. Nú er það svo að með góðum vilja ættu þingmenn að geta klárað mælendaskrána á u.þ.b. þremur klukkustundum ef allir ætla að taka til máls og halda þær ræður sem þeir hyggjast halda og höldum við því áfram umræðunni.