138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þannig í þessu stóra máli að því ber ekki alveg saman sem fjárlaganefndarmenn segja eftir þennan fund nefndarinnar með lögmönnum. Það mætti jafnvel ætla að fjárlaganefndarmenn hafi verið hver á sínum fundinum, slíkur er munurinn á túlkun þeirra á þessum fundi. Ég vil því endilega hvetja til þess að svo að við þurfum ekki að karpa um hver sagði hvað og meinti hvað verði fengin skrifleg álit frá löglærðum mönnum um þennan þátt. Ég held, frú forseti, að það sé hið eina rétta í málinu til að við getum séð svart á hvítu hvað lögmönnum finnst um þetta mál.