138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:29]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem til að færa þakkir til hv. þm. Guðbjarts Hannessonar fyrir að koma hingað upp og tjá sig um það sem gerðist í fjárlaganefndinni til að útskýra þennan misskilning. Ég þakka jafnframt hæstv. forseta fyrir að túlka þingsköpin það vítt að hv. þingmaður hafði heimild til að tjá sig um þetta mál undir þessum lið án þess að fá á sig bjölluslátt líkt og ég mátti þola meðan ég beindi þessari spurningu til hæstv. forseta varðandi hvort mögulegt væri að fá hv. þingmann upp til að ræða þetta mál. Ég þakka fyrir þessa rúmu túlkun á þingsköpunum vegna þess að það er gríðarlega brýnt að þessi mál séu upplýst. Hins vegar hefði verið ágætt og kannski verið bragur að því að fá ræðu frá hv. formanni fjárlaganefndar varðandi þetta málefni þar sem aðeins ein mínúta gefst til að ræða fundarstjórn forseta. Það væri fróðlegt að sjá og fá að heyra nánar um þetta (Forseti hringir.) þar sem hv. þingmenn í fjárlaganefnd greinir greinilega á um hvernig þessi fundur fór fram.