138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það safnast nokkuð í þann sarp sem fyrir liggur varðandi fyrirspurnir til hæstv. forseta sem ekki hefur verið svarað. Ég gat þess, fyrir ekki svo löngu síðan, að svo virtist sem fundurinn væri lokaður og ekki væri hleypt inn á áhorfendabekki. Ég vil því ítreka spurningu um það til hæstv. forseta hvort tekin hafi verið ákvörðun um að halda fundinn fyrir luktum dyrum, sem vissulega er heimilt samkvæmt 69. gr. þingskapa en þarf að taka sérstaka ákvörðun um.

Í annan stað vildi ég ítreka spurningar til hæstv. forseta um það hvernig framhaldi fundar verði háttað og hvort ekki verði fundað með þingflokksformönnum.