138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég mun að sjálfsögðu ganga á eftir þessari spurningu við Mark Flanagan og félaga. Ég er með langan spurningalista. Það er athyglisvert, og kannski rétt að ég upplýsi það hér, að fjölmargar af þeim spurningum eru komnar úr þingmannaliði stjórnarinnar sem veigra sér við að spyrja spurninga innan sinna vébanda og vísa þeim á stjórnarandstöðuna til að fá svör. Þannig er þetta mál vaxið að það er einfaldlega búið að kúga þingmenn í stjórnarliðinu til fylgis við það. Það er fullt af þingmönnum í Samfylkingunni sem eru ekki sáttir við það heldur. (Gripið fram í.) Ég veit það ekki, ég þakka kannski einhvers konar guði fyrir það að vera ekki hluti af þessu stjórnarliði.