138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:45]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Ég þakka fyrir þetta svar, hv. þingmaður — (Forseti hringir.) virðulegi forseti. Ég veit að einhvers konar endurskoðun á þessum ramma um fjármálaeftirlit og eftirlit með fjármálastöðugleika er í undirbúningi og við megum sjálfsagt búast við frumvarpi um það upp úr áramótum. Ég hefði þó gaman af því að heyra hv. þingmann segja frá: Fyndist þér að við ættum jafnvel að leita í kistu erlendra ríkja með þetta eða eigum við bara að halda áfram heimasmiðjunni?