138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Herra forseti. (Gripið fram í.) Ég hef, eins og kannski oft hefur komið fram, frekar takmarkað álit á íslenskri stjórnsýslu. Ég vann þar í um áratug og tel einboðið eftir það sem gerst hefur hér á landi í öllum þessum hrunadansi að það sé einfaldlega leitað bestu leiða til þess að koma skikki á þau atriði sem þarf að koma skikki á, þar á meðal bankaeftirlit og Seðlabanka Íslands. Lánamál ríkisins líka, þar þekki ég til. Það eru einfaldlega til hlutir, sérstaklega á vegum OECD, sem eru kallaðir „best practices“ í öllum þessum geirum. Ísland á að sjálfsögðu hiklaust og í raun skilyrðislaust að leita fanga þar og reyna að innleiða slík vinnubrögð hér á landi. Því miður eru þó 14 mánuðir liðnir og ekkert verið að gera í því enn þá (Forseti hringir.) þannig að það blæs því kannski ekki byrlega.