138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Staðan er eiginlega sú að mig hungrar og þyrstir í þessar upplýsingar og þær þyrftu náttúrlega að vera á skriflegu formi, þ.e. þetta yrði þá nefndarálit hv. fjárlaganefndar. Ég skora á formann nefndarinnar og nefndarmenn að koma með nefndarálit um þennan fund þannig að við vitum hvað fór þarna fram og hvað gerðist og helst að fá frá gestunum einhvers konar umsögn um málið.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann að öðru. Hann segir að hann telji að mörgum þingmönnum Samfylkingarinnar líði illa með þessa ákvörðun, ég skildi það þannig. Þetta er alveg nýtt því ég hef talið hingað til að þeir hefðu engar áhyggjur af þessu en hins vegar hefðu hv. þingmenn Vinstri grænna sumir hverjir af þessu verulega miklar áhyggjur og samviskubit. Hvað hefur hv. þingmaður fyrir sér í því að hv. þingmönnum Samfylkingarinnar líði líka illa?