138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:02]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Virðulegur forseti hefur verið ákaflega upptekinn af því að leiðrétta þegar hann er kallaður frú. Hann hefur verið ákaflega upptekinn af því að leiðrétta ávörp þingmanna og notar bjölluna til þess óspart, en virðulegur forseti lætur ekki svo lítið að svara þingmönnum sem spyrja hvort jafnvel hafi verið framið stjórnarskrárbrot.

Virðulegi forseti. Svona framkoma við þingheim gengur ekki.