138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka forseta fyrir að hafa upplýst um það hvernig hann hyggst halda áfram þingstörfunum, þ.e. að láta tvo þingmenn tala í viðbót og slíta eða fresta svo fundi væntanlega. Er það ekki rétt skilið, herra forseti, að fresta svo fundi? Varðandi hins vegar það mál hvort fundur hafi verið hér lokaður eða ekki vil ég vinsamlegast beina því til herra forseta að viðbragðsflýtir forseta verði aukinn því að það er ástæðulaust að halda þingmönnum við efnið með þessum hætti að spyrja sífellt um svona sjálfsagðan hlut sem er tiltölulega einfalt að svara, hefði ég haldið. Það er vissulega mjög erfitt upp á þau mál sem við eigum hér eftir að í fyrsta lagi er hætt við að fundi sé lokað án þess að þingmenn viti og í öðru lagi sé ekki strax gengið í að kanna hvort fundurinn er löglegur.