138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:38]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Vegna ummæla sem féllu í ræðustól rétt áðan langar mig að lesa upp úr bréfi Seðlabanka Íslands til forsætisráðherra í byrjun október. Það sýnir hvað getur falist í lækkuðu lánshæfismati. (Gripið fram í: Er þetta um fundarstjórn forseta?)

Í öðru lagi er líklegt að lánshæfismat Íslands verði lækkað náist ekki sátt í Icesave-deilunni og endurskoðun efnahagsáætlunar tefjist þess vegna. Ef lánshæfismatið fellur niður í fjárfestingar ...

(Forseti (RR): Hv. þingmaður. Þetta á vart erindi um fundarstjórn forseta.)

Frú forseti. Fjölmargt. (Gripið fram í.)

(Forseti (RR): Hv. þm. Magnús Orri Schram. Það á vart við um fundarstjórn forseta að lesa bréf frá Seðlabankanum til forsætisráðherra.) (Gripið fram í.)

Ekki satt. Ég leit svo á að menn hafi farið um víðan völl undir þessum lið síðustu 10–15 mínúturnar, frú forseti. (Gripið fram í: … mælendaskrá.) Það er annaðhvort Icesave eða ísöld í íslensku fjármálalífi. Það er ljóst.