138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er náttúrlega að verða hreint með ólíkindum hvernig þessu þingi er stjórnað. Ég er búin að biðja um orðið um fundarstjórn forseta en þá gjammar hæstv. iðnaðarráðherra fram í og reynir að ala mig upp, að ég eigi að tala um fundarstjórn forseta.

(Forseti (RR): Um fundarstjórn forseta, hv. þingmaður.)

Ég skal svo tala um fundarstjórn forseta, annars verð ég að bera af mér sakir því að það er enginn hér inni sem stjórnar annar en forseti.

(Forseti (RR): Um fundarstjórn forseta, hv. þingmaður.)

Nú kem ég að því að ég ætla að gera alvarlegar athugasemdir við þessa dagskrá eins og hún liggur fyrir. Hér hefur komið fram trekk í trekk að stjórnarandstaðan er tilbúin til að hnika dagskránni ef Icesave-málið er sett í salt. Ríkisstjórnin getur ekki sagt að við séum með málþóf eða við séum að eyða tíma þingsins í óþarfa, því að þetta tilboð liggur fyrir og stendur klárt þrátt fyrir að hæstv. forsætisráðherra spái hörðum frostavetri ef við hlýðum ekki og verðum eins og fólk, eins og hún segir sjálf.