138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:10]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Já, herra forseti. Ég hef verulegar áhyggjur af velferðarkerfinu og ef við samþykkjum þetta eigi eftir að láta hrikta í því eða grunnstoðum þess. Ég vil benda á að þessi fyrirhugaði niðurskurður á fæðingarorlofi, sem í raun stillir foreldrum upp við vegg. Annaðhvort á að skerða orlofið eða að móðirin getur bara tekið fæðingarorlofið í fimm mánuði þegar Landlæknisembættið, Lýðheilsustofnun og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mæla með því að börn séu eingöngu höfð á brjósti í sex mánuði. Sparnaðurinn við þessar aðgerðir jafngildir fimm dögum í vaxtakostnað af Icesave. Þetta eru ófædd börn sem við skerðum réttindi hjá. Þetta er ekki hægt. Mesti kostnaðurinn við Icesave eru vextirnir. Þeir eru aðalvandamálið.