138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:11]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég deili miklum áhuga á lýðræðinu með ræðumanni, hv. þm. Margréti Tryggvadóttur. Nú er hér réttkjörinn meiri hluti í þinginu, hér hefur verið lagt fram frumvarp sem meiri hluti fjárlaganefndar mælir með. Hluti þingmanna hefur með „karpi“, eins og hv. þingmaður segir sjálf, dregið að hér sé hægt að ganga til atkvæða. Mig langar til að spyrja hana hvað hún telur að það geti varað lengi og hvað hún telur eðlilegt að það vari lengi að taka þannig völdin af meiri hlutanum. Af því hún minnist á að það eigi að fara með þetta eitthvert annað, hvert skyldi það vera? Það er í þessum sal sem taka á helstu ákvarðanir fyrir land og lýð.