138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:11]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir það hjá hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni um að að hluta til er komið til móts við Brussel-viðmiðin í þessum samningum, t.d. varðandi upphæðina sem innstæðutryggingarsjóðurinn ætlar að ábyrgjast. Það er fyrsti liðurinn. Hins vegar set ég spurningarmerki við lið nr. 2 og 3, og það sem bent er á, hvernig í ósköpunum enskir dómstólar eigi að taka afstöðu til þess. Spurningin er þá hvort meiri hlutinn treysti ekki á 5. gr. laganna í þessu frumvarpi þar sem talað er um endurskoðun á lánasamningnum, að menn vonist til þess ef staðan verður það slæm þegar að því kemur að við eigum að borga þetta, muni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segja: Því miður, Ísland verður ekki fært um að standa undir þessu og þið verðið þá að framlengja lánasamninginn eða lækka greiðslubyrðina. En þetta er hins vegar bara von, (Gripið fram í.) það er ekkert í hendi. (Gripið fram í.) Það (Forseti hringir.) eina sem maður sér í þessu frumvarpi núna er 5. gr. þar sem talað er um útfærsluna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.