138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:41]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er spurt um atriði sem er að finna í frumvarpinu sem rætt er um, þ.e. í fylgiskjali I. Ég tel einfaldlega að þarna sé um að ræða það að gerð sé krafa um að veitt verði ríkisábyrgð sem menn geti treyst og gengið eftir og fengið fullnustu á ef á þarf að halda. Þetta orðalag um að tryggja þurfi að skuldbindingar tryggingarsjóðsins séu samkvæmt fjármálaskjölum lögmætar, gildandi, bindandi og fullnustuhæfar, vísar til skuldbindinga innstæðutryggingarsjóðsins og væntanlega líka ríkisábyrgðarinnar sem er til tryggingar þeim.