138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:46]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get alveg tekið undir það með hv. þingmanni á sinn hátt að úr því sem komið væri það óskastaða að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að viðurkenna og standa undir þeim skuldbindingum sem við höfum tekið á okkur. Ég vil ekki að gengið verði frá málinu með þessum hætti án þess að það liggi þá fyrir því dómur en hversu raunhæft það er úr þessu er ekki gott að segja. Þar kemur fyrst og fremst eitt til og það er að ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist því hlutverki sínu að tala okkar máli með þeim hætti að þetta gæti orðið raunhæfur möguleiki, að umheimurinn sæi að krafa okkar Íslendinga um að Bretar og Hollendingar stefndu máli sínu einfaldlega fyrir dómstólum væri sanngjörn og eðlileg. Það hefur algerlega mislukkast hjá íslensku ríkisstjórninni að útskýra málstað okkar og (Forseti hringir.) tryggja að sú sjálfsagða krafa sé viðurkennd og á henni tekið mark.