138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:31]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður um ró í þingsalnum)

Eru ekki sömu þingsköp í salnum?

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður um ró í þingsalnum.)

Herra forseti. Ég hélt að ein þingsköp giltu fyrir alla þingmenn. Hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir gerir lítið úr viðvörunum Seðlabankans og tekur fram að þar sé einungis verið að ræða um líkindi. Þau líkindi virðast nú vera að koma fram með síðustu fréttum af Norræna fjárfestingarbankanum og margt bendir til þess að líkindin, eða þær líkur sem leitt er að, í bréfi Seðlabankans muni koma fram. Því segi ég aftur enn og aftur við hv. þingmann: Telur hún það áhættunnar virði að fara út í óvissuna, fella þennan samning með þeim líkindum sem uppi eru hvað varðar afleiðingarnar af því? Er hún tilbúin að taka áhættuna? Er það umhyggjan fyrir íslenskri þjóð?