138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:34]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Það er bara örstutt ábending eða spurning til hæstv. forseta. Hún er á þá leið hvort hæstv. forseti sjái því nokkuð til fyrirstöðu að þeir hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem áhuga hafa á að tjá sig um þetta mál komist hratt og örugglega á mælendaskrá og rýmt verði fyrir þeim þar eftir því sem heimilt er samkvæmt þingsköpum. Þetta er lagt til í ljósi þess að lítið hefur heyrst frá þeim öðrum en hæstv. fjármálaráðherra í þessari umræðu og ljóst er að margir þeirra hafa ábyggilega mjög áhugaverð sjónarmið fram að færa. Ég spyr hæstv. forseta hvort ekki sé, ef vilji þeirra stendur til þess sem ég veit ekki, hægt að rýma til á mælendaskrá í samræmi við ákvæði þingskapa.