138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú fer fram á netinu undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forseta íslenska lýðveldisins að skrifa ekki undir þessi lög frá Alþingi ef frumvarpið verður samþykkt. Fyrir þinginu liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fram kemur að einungis þyrfti undirskriftir 10% þjóðarinnar til að fram færi þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum. Ég spyr hvort hv. þingmaður telji að núverandi stjórnarflokkar sem oft ræða á tyllidögum um lýðræði geti í raun hunsað ef út í það væri farið þann vilja þjóðarinnar að fá þjóðaratkvæðagreiðslu miðað við það frumvarp (Forseti hringir.) sem hér liggur fyrir frá stjórnarflokkunum.