138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:03]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tel einboðið að verða við þessum óskum formanns Framsóknarflokksins. Hann er kannski sá einstaklingur hér innan húss sem fylgst hefur afar grannt með og veitt ríkisstjórninni mikið aðhald. Ég tel því einboðið að núna þegar hann er að halda sína þriðju ræðu og örugglega ekki þá síðustu, efnisríkar ræður, að hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra verði viðstaddur. Við fáum aðallega að heyra um skoðanir hæstv. ráðherra í þessu máli í fjölmiðlum. Það er eins og hann geti ekki verið hér og svarað spurningum okkar, sem væri gagnlegt ekki síst eftir upplýsingar dagsins í dag.

Ég tel líka að hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra eigi að sjá sóma sinn í því að sitja hér þegar formenn stjórnarandstöðuflokkanna halda ræður og reyna að svara þeim spurningum sem upp kunna að koma.