138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:24]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spyr hv. þingmann um 4. gr. frumvarpsins sem við erum að ræða. Þar stendur, með leyfi forseta:

„Til að fylgjast með og meta forsendur fyrir endurskoðun á lánasamningunum, sbr. endurskoðunarákvæði þeirra, skal ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri í síðasta lagi fyrir 5. júní 2015 IV. greinar úttekt á stöðu þjóðarbúsins, einkum með tilliti til skuldastöðu og skuldaþols.“

Hvernig hugnast hv. þingmanni að það sé bundið í lög frá Alþingi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skuli gera slíka úttekt og það á árinu 2015? Er þetta uppgjöf af hálfu núverandi ríkisstjórnar eða hvernig metur hv. þingmaður 4. gr. þessa frumvarps sem við ræðum?