138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að þingmaðurinn minnist á þetta vegna þess að í fyrri fyrirvörum, eða þeim fyrirvörum sem Alþingi setti í lögum 96/2009, kom mjög skýrt fram að ef dómur gengi einhvers staðar okkur í hag væru Bretar og Hollendingar skyldugir til þess að setjast niður með okkur. Ef þeir neituðu að setjast niður með okkur, eða samningaviðræðurnar færu út um þúfur, gætu Íslendingar einhliða sagt sig frá ríkisábyrgðinni. Þetta var tekið út. Um leið og menn fullyrtu að menn hefðu styrkt fyrirvarana tóku þeir þennan rétt út. Nú geta Bretar mætt með Earl Grey tepokann sinn, dýft honum í heita vatnið hér á Íslandi og sagt: „Þakka ykkur fyrir samveruna“ og farið heim. Og við sitjum áfram uppi með það að borga Icesave-samningana þrátt (Forseti hringir.) fyrir að eitthvað jákvætt gæti gerst (Forseti hringir.) úti í hinum stóra heimi sem segði að við ættum ekki að borga samningana.