138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[10:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í morgun þegar ég opnaði Morgunblaðið og las málflutning hæstv. fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar duttu mér í hug nokkrar línur úr ljóði sem þeir fluttu, Þursaflokkurinn, á sínum tíma, sem voru einhvern veginn á þann veg: Þú ert pínulítill karl, þú ert minni, minni, jafnvel minni en þú varst í gær …

Að saka þá sem reyna að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar um reynsluleysi og ungæðishátt er fyrir neðan allar hellur. En það sem mig langar til þess að spyrja hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson er þetta: Eigum við að taka okkur saman og biðja um heildarmat á samningunum frá t.d. manni eins og Lee Buchheit núna þegar við erum búin að fá (Forseti hringir.) smáandrými til að fjalla betur um málið?