138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[10:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hygg að þau orð sem hv. þingmaður var að vitna til að ráðherrann hefði haft uppi sem hún kunni, held ég, ekki við að nefna — þar sem ég er frekar óheflaður ætla ég að nefna þau — eru orðin „gunga og drusla“ og „étt'ann sjálfur“ sem hæstv. ráðherra hefur látið falla hér, annaðhvort í ræðustól eða fyrir framan ræðustólinn.

Reynum að koma vitinu fyrir þau, er það sem haft er eftir ráðherranum. Ég vona að ráðherra túlki þá þann árangur sem náðist hér, (Gripið fram í: Hvað hafið þið sagt?) hv. þingmaður, svo að hann hafi þá komið vitinu fyrir okkur með því að samþykkja að taka þessi atriði til skoðunar í fjárlaganefnd og að við ræðum Icesave í dag, við ræðum Icesave á mánudaginn og síðan muni málið afgreiðast frá 2. umr. á þriðjudag.

Gott ef hv. þingmaður gæti rifjað upp Rauða þráðinn svokallaða í örstuttu máli í (Forseti hringir.) seinna svari.