Tekjuskattur o.fl.

Fimmtudaginn 17. desember 2009, kl. 16:58:52 (0)


138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur o.fl.

226. mál
[16:58]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Fram undan eru stærstu skattkerfisbreytingar … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Beina máli sínu til forseta.)

Virðulegi forseti. Fram undan eru stærstu skattkerfisbreytingar sem hafa verið gerðar á Íslandi í áratugi. Það á að umbylta tekjuskattskerfinu, það á að umbylta skattumhverfi fyrirtækja og það á að umbylta virðisaukaskattskerfinu. Ljóst er að þetta mun verða mikið álag á allt sem tengist eftirliti, þjónustu og upplýsingum. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í að sameina skattumdæmin í landinu. Það er alrangt að gera þetta svona vegna þess að við vitum öll að við slíka sameiningu verða alls konar skipulagsbreytingar sem taka tíma og taka tíma frá þessari skattkerfisbreytingu. Ég segi nei við öllum greinum þessa frumvarps.