Sjúkratryggingar

Föstudaginn 18. desember 2009, kl. 11:57:11 (0)


138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

sjúkratryggingar.

324. mál
[11:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Herra forseti. Til að taka af allan vafa um það er ekki verið að leggja hér á nýjar álögur heldur er að fengnu áliti umboðsmanns Alþingis verið að veita skýra lagaheimild til að taka gjald af þeim sem koma inn á sjúkrahótel. Þetta gjald hefur verið innheimt frá árinu 2006 og hefur verið óbreytt frá þeim tíma. Innheimtu þess var hætt í haust í framhaldi af úrskurði umboðsmanns Alþingis, 11. september held ég að það hafi verið. Gjaldið hefur ekki verið innheimt síðan en verður nú innheimt áfram óbreytt. Ég segi já.