Tekjuskattur o.fl.

Föstudaginn 18. desember 2009, kl. 11:59:08 (0)


138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

tekjuskattur o.fl.

226. mál
[11:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Nú eru nákvæmlega 13 dagar og 12 tímar upp á mínútu þar til þessi lög taka gildi og gera það að verkum að Ísland verði eitt skattumdæmi. Margir hætta að verða forstöðumenn og aðrir verða forstöðumenn í öðrum kjördæmum eins og ég hef nefnt. Mér finnst algjör lítilsvirðing við starfsmenn ríkisins að svona sé að þessu staðið. Þetta er allt of mikill hraði, allt of stuttur fyrirvari o.s.frv. Á sama tíma er verið að taka upp stórkostlegar skattbreytingar, mjög miklar flækjur í kerfinu, mjög mikið aukið eftirlit, mjög miklar auknar upplýsingar til almennings. Það er ekki forsvaranlegt, herra forseti, að starfsmennirnir sem þurfa að fara að hugsa um hvernig þeirra eigið starf breytist eigi á sama tíma að fara að sinna þessum stórauknu verkefnum. Ég segi nei.